Unglingur talinn tengjast Ríki íslams

AFP

Þýska lögreglan hefur handtekið sextán ára gamlan sýrlenskan flóttamenn grunaðan um að tengjast vígasamtökunum Ríki íslams.

Allt bendir til þess að ungi pilturinn hafi öfgavæðst nýlega en hann var handtekinn af sérsveit lögreglunnar á heimili fyrir hælisleitendur í Köln seint í gærkvöldi. Upplýsingar sem fundust í farsíma hans benda til þess að hann hafi verið í sambandi við manneskju í öðru ríki sem tengist Ríki íslams. Þessi manneskja hafi viljað að pilturinn gengi til liðs við samtökin og tæki þ þátt í aðgerðum í þeirra nafni.

Leyniþjónusta Þýskalands segir að alvarleg hætta stafi af unga manninum og taka 35 leyniþjónustumenn þátt í rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert