Berfætti landneminn varð fyrir krókódílaárás

Barfoot Bushman.
Barfoot Bushman. Vefur garðs Robs Bredls

Ástralskur krókódílaþjálfari sem er þekktur undir heitinu „berfætti landneminn“ (Barefoot Bushman) slasaðist alvarlega þegar risastór krókódíll réðst á hann í þjóðgarði í Queensland.

Rob Bredl, 66 ára, var bitinn af krókódílnum, sem er 4,5 metrar að lengd, í dýragarði Bredls í Bloomsbury, þegar Bredl var að gefa honum að éta. 

Að sögn sjúkraflutningsmanna sem fluttu Bredl undir læknishendur er hann með fjölmörg svöðusár á vinstri handlegg og eins á fæti eftir bit krókódílsins.

Sjúkraflutningamennirnir segja það einskæra heppni að Bredl hafi lifað árásina af. Að sögn Bredl var krókódíllinn á þurru landi þegar réðst á þjálfara sinn. Fjölmörg vitni voru að árásinni enda garðurinn vinsæll meðal ferðamanna. Bredl er heimsþekktur undir heitinu barefoot bushman vegna þess að hann fer helst aldrei í skó, ekki einu sinni þegar hann er að eltast við krókódíla.

Vefur Barefood Bushman

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert