Verjandi Ai Weiwei dæmur í 12 ára fangelsi

Lögmaðurinn Xia Lin vann sér það til sakar að verja …
Lögmaðurinn Xia Lin vann sér það til sakar að verja Ai Weiwei á sínum tíma. AFP

Kínverskur mannréttindalögfræðingur, Xia Lin, var í dag dæmdur í tólf ára fangelsi að sögn verjanda hans en Xia er best þekktur fyrir að hafa verið verjandi listamannsins og baráttumannsins Ai WeiWei og mannréttindalögmannsins Pu Zhiqiang. Pu var handtekinn eftir að hafa staðið fyrir málþingi þar sem fjallað var um blóðbaðið á torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989.

Í byrj­un maí 1989 voru yfir 100.000 mót­mæl­end­ur á torg­inu, hung­ur­verk­föll höfðu haf­ist og há­skóla­lóðir og göt­ur Pek­ing voru yf­ir­full­ar af mót­mæl­end­um sem flest­ir komu úr röðum stúd­enta. Að lok­um gripu stjórn­völd til þess ráðs að lýsa yfir her­lög­um þann 20. maí og her­deild­ir hófu inn­göngu í Pek­ing. 3. júní var haf­in at­laga að mót­mæl­end­um á torg­inu og næsta dag hafði torgið verið rutt og ekk­ert bólaði á mót­mæl­end­um. Hversu mikið mann­fall varð á torg­inu og ann­ars staðar í Pek­ing er óljóst og mjög um­deilt, seg­ir á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands. 

Dómstóllinn dæmdi Xia Lin í tólf ára fangelsi fyrir fjársvik, segir verjandi hans, Dong Xikui. Xia var handtekinn í nóvember 2014 og síðar ákærður fyrir fjársvik fyrir að hafa með svikum orðið sér úti um 100 milljónir júana til þess að greiða skuldir vegna veðmála. Réttarhöldin yfir honum hófust í júní. 

Verjandi hans segir að Xia hafi lýst yfir sakleysi og að dómari hafi tekið tillit til krafna þeirra að hluta. Því hafi fjárhæðin sem hann var sakaður um að hafa svikið út lækkuð úr 100 milljónum í 48 milljónir júana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert