Fjöldi fílabeinsmuna gerður upptækur

Yfirvöld í New York hafa gert upptækar vörur úr fílabeini að verðmæti 4,5 milljónum dala, eða sem nemur rúmum hálfum milljarði íslenskra króna. Er fundurinn sá stærsti í sögu ríkisins að sögn yfirvalda.

Meðal þeirra gripa sem yfirvöld hafa nú til sýnis eru tugir styttna, útskorin súla, tvenn pör fílatanna og tafl úr fílabeini.

Fílatennurnar, sem eru úr fullorðnu dýri annars vegar og ungu dýri hins vegar, eru metnar á í kringum 23 og 17 milljónir króna.

Alls eru gripirnir úr beinum að minnsta kosti tólf dýra.

„Við ætlum að þurrka upp markað sem knýr aðeins slátrun fíla,“ segir saksóknari Manhattan, Cy Vance. „Það er óafsakanlegt, það er siðlaust.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert