Þingið snýst gegn Obama

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Bandaríkjaþing kaus með miklum meirihluta í dag að ógilda neitun Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, á lög sem eiga að koma í veg fyrir að ríki njóti friðhelgi í þeim til­fell­um þar sem þau eru ábyrg fyr­ir hryðju­verka­árás­um sem leiða til dauða banda­rískra rík­is­borg­ara á banda­rískri grund. Hefur frumvarpið meðal annars hamlað því að ættingjar fórnarlamba árásarinnar 9. september 2001 geti farið í mál við Sádí-Arabíu sem tengd hafa verið við hryðjuverkin.

Þetta er í fyrsta skipti á átta ára ferli Obama sem þessi staða kemur upp. Öldungadeildin hafði áður kosið með ógildingu neitunarinnar með 97 atkvæðum á móti 1 og stuttu seinna kaus fulltrúadeildin um málið og var niðurstaðan 348 á móti 77 atkvæðum.

Obama hafði talað mikið fyrir því að neitun hans á að samþykkja lögin yrði ekki ógild og sagði hann niðurstöðuna vera hættulega þróun. Sagðist hann skilja af hverju atkvæðagreiðslan fór á þennan hátt þar sem fólk bæri enn ör frá árásunum fyrir 15 árum. Aftur á móti myndi löggjöfin skemma fyrir Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi og eyðileggja grundvallaratriði um friðhelgi ríkja. Þá sagði hann þetta einnig opna á að íbúar annarra ríkja gætu farið í mál við Bandaríkin út af hernaði þeirra erlendis.

Frétt mbl.is: Hóta að selja allar bandarískar eignir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert