Óveður í Svíþjóð

AFP

Talsverðar tafir hafa verið á umferðinni í Svíþjóð í morgun vegna óveðurs. Veðurstofa Svíþjóðar gaf í gær út viðvörun vegna hávaðaroks sem í vændum var í morgun, einkum á Vesturströndinni og við Eystrasaltið. Víða hafa tré rifnað upp með rótum og lestarferðum aflýst.

Veðurfræðingar báðu sjómenn um að halda sig heima í dag enda væri glórulaust veður víða. Veðrið hefur gengið niður að mestu inn til landsins en verið er að hreinsa vegi og fólk beðið um að fara varlega. Meðal annars vegna trjábola á þjóðvegum. Einkum í Västra Götaland, Värmland og Örebro.

Lestarsamgöngur lágu niðri milli Strömstad og Uddevalla í gærkvöldi en snemma í morgun hófust þær að nýju.

Frétt sænska ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert