Sánchez segir af sér

Pedro Sánchez sést hér yfirgefa blaðamannafund í höfuðstöðvum Sósíalistaflokksins í …
Pedro Sánchez sést hér yfirgefa blaðamannafund í höfuðstöðvum Sósíalistaflokksins í Madrid í dag þar sem hann kynnti afsögn sína. AFP

Leiðtogi spænska Sósí­al­ista­flokks­ins, Pedro Sánchez, sagði af sér í dag eftir að hafa orðið undir í atkvæðagreiðslu meðal forystumanna flokksins um ríkisstjórnarsamstarf. 

Sánchez hefur barist gegn ríkisstjórnarsamstarfi með Lýðflokknum en eftir tíu klukkustunda fund í dag var ljóst að fleiri voru fylgjandi samstarfinu en andvígir.

Níu mánaða þrátefli hefur verið í stjórnmálum á Spáni og þrátt fyrir að Lýðflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í þingkosningunum í júní þá er flokkurinn ekki með meirihluta á þingi og þarf að reiða sig á stuðning annarra flokka. 

Sósíalistaflokkurinn er í raun klofinn og á miðvikudag sögðu 17 af 35 fulltrúum í framkvæmdastjórn flokksins sig úr flokknum í mótmælaskyni við Sánchez og slæmt gengi flokksins í sveitarstjórnarkosningum nýverið bætti ekki úr skák. Hluti flokksmanna vill styðja minnihlutastjórn undir forsæti Mariano Rajoy, formanns Lýðflokksins, en Sánchez og fylgismenn hans voru því andsnúnir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert