Hver vann kappræðurnar?

Ekki eru allir á einu máli um hver vann þriðju og síðustu kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna. Samkvæmt könnun fréttastofu CNN fór Hillary Clinton með sigur af hólmi, en 52% aðspurðra segja að hún hafi staðið sig betur.

39% telja að Trump hafi sigrað kappræðurnar, en skekkjumörkin eru um fjögur prósent. Tekið skal þó fram að demókratar voru 36% aðspurðra á meðan 29% aðspurðra voru repúblikanar, sem þýðir að hópurinn sýnir ekki alveg skýra mynd af Bandaríkjamönnum almennt.

Trump stóð sig þó umfram væntingar. Næstum sex af hverjum tíu segja hann hafa verið betri en þeir bjuggust við, en um 44% sögðu það sama um Clinton.

Álitsgjafar bandarískra fjölmiðla á borð við Washington Post og New York Times segja flestir Clinton hafi sigrað kappræðurnar, jafnvel þótt einhverjir þeirra segi þessar síðustu kappræður hafa verið þær bestu hjá Trump. Frammistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð.

Þá er stjórnandinn Chris Wallace af mörgum sagður hafa verið raunverulegur sigurvegari kvöldsins. Honum hafi tekist að stjórna umræðunni, og salnum, mun betur en þeir sem hafa farið með stjórnvölinn hingað til.

mbl.is fylgdist með kappræðunum í beinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert