Prestur ákærður fyrir barnaníð

Kirkjan við rústir Angkor-musterisins.
Kirkjan við rústir Angkor-musterisins. Af vef Wikipediu

Prestur frá Suður-Kóreu hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að nauðga að minnsta kosti átta stúlkum á yfir sex ára tímabili í Kambódíu. Stúlkurnar eru á aldrinum 13 til 21 árs og bjuggu í kirkju sem presturinn starfaði í. Kirkjan er við rústir Angkor-musterisins í borginni Seim Reap sem er vinsæll ferðamannastaður. 

Presturinn heitir Park Youl og er 62 ára gamall. Hann sannfærði foreldra stúlknanna um að það væri heppilegra fyrir þær að búa í kirkjunni fremur en heima hjá sér. Fjölskyldur þeirra búa rétt hjá. Youl er sagður hafa lofað stúlkunum að styðja fjölskyldur þeirra fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf. Hann lét einnig nokkrar þeirra fá mótorhjól.

Hann hefur verið ákærður fyrir að kaupa vændi af börnum.

Stúlkunum hefur verið komið fyrir í öruggum stað. Upp komst um athæfið vegna ábendinga frá samtökunum Action Pour Les Enfants, sem beita sér fyrir því að ljóstra upp um barnaníðinga. 

Árið 2003 bendust öll spjót að Kambódíu þegar í ljós kom að erlendir barnaníðingar höfðu fengið að ganga lausir í landinu. Eftir það voru fjölmargir erlendir kynferðisafbrotamenn handteknir og hlutu dóma í heimalandi sínu. 

Baráttufólk gegn kynferðisbrotum segir að viðurlög við þeim séu ekki nógu ströng. Kynferðisbrotamenn geti því enn athafnað sig án teljandi áhættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert