Skar sig á háls í réttarsalnum

Maðurinn náði ekki að valda sér lífshættulegum skaða með verknaðinum.
Maðurinn náði ekki að valda sér lífshættulegum skaða með verknaðinum. AFP

Bandarískur maður sem sakfelldur var fyrir kynferðisofbeldi gegn unglingi tók fram rakvélarblað og skar sig á háls í réttarsal í Kalíforníu stuttu eftir uppkvaðningu. Þessu er greint frá á fréttavef Fox news. 

Hinn 56 ára gamli Jeffrey S. Jones náði ekki að valda sér lífshættulegum skaða og var fluttur með flýti á spítala til aðhlynningar.

Kviðdómurinn ráðgerði í um tvo klukkutíma áður en hann komst að niðurstöðu um að sakfella Jones fyrir endurtekið kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi. 

„Rétt eftir að báðir lögmenn neituðu boði dómara um að staðfesta niðurstöðuna með atkvæðagreiðslu meðal kviðdóms tók hann blaðið úr vasa sínum og skar sig á háls,“ sagði saksóknarinn Heather Brown. „Hann skall með höfuðið á borðið og ég hélt að hann hefði fallið í ómegin en síðan sá ég blóðið og blaðið á borðinu.“

Sýslumannsembættið í Orange-sýslunni í Kaliforníu mun rannsaka hvernig Jones náði að smygla rakvélarblaðinu gegnum öryggisleit dómshússins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert