1.500 náðaðir í Túrkmenistan

Forsetinn Gurbanguly Berdymukhamedov ætlast til þess að staðaryfirvöld finni föngunum …
Forsetinn Gurbanguly Berdymukhamedov ætlast til þess að staðaryfirvöld finni föngunum vinnu. AFP

Stjórnvöld í Túrkmenistan hafa ákveðið að veita fleiri en 1.500 föngum sakaruppgjöf í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að ríkið klauf sig frá Sovétríkjunum og öðlaðist sjálfstæði.

Miskunsemi af þessu tagi er sýnd nokkrum sinnum á ári í Túrkmenistan, venjulega á hátíðisdögum.

Túrkmenistan er stjórnað með harðri hendi og er hefð fyrir því að forseti landsins sitji í embætti þar til hann hrekkur upp af. Samkvæmt ríkissjónvarpinu óskaði forsetinn eftir því að staðaryfirvöld aðstoðuðu fangana við að finna störf.

Frétt mbl.is: Opnað fyrir lífstíðarsetu forsetans

Alls hafa um 4.500 verið náðaðir á þessu ári, þar af 26 útlendingar. Allir koma til greina nema þeir sem hafa verið fundnir sekir um morð, landráð eða fíkniefnabrot.

Fangelsiskerfi landsins er rammgirt og alþjóðlegum samtökum hefur ekki tekist að fá aðgang að stofnununum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert