Hvítt efni sent á skrifstofu Clinton

Bréfið með efninu endaði í höfuðstöðvum Clinton í Brooklyn.
Bréfið með efninu endaði í höfuðstöðvum Clinton í Brooklyn. AFP

Umslag sem reyndist innihalda hvítt, duftkennt efni barst á eina af kosningaskrifstofum Hillary Clinton í New York. Lögregla hefur útilokað að hætta stafi af efninu, sem barst fyrst á skrifstofu Clinton í Manhattan en endaði í höfuðstöðvunum í Brooklyn.

Bráðabirgðarannsóknir benda sem fyrr segir til þess að efnið sé skaðlaust en frekari rannsóknir verða gerðar til að komast að því um hvað ræðir.

Samkvæmt lögreglu stóð eitthvað ritað í bréfinu en ekki var um að ræða morðhótun.

„Við erum að reyna að komast að því um hvaða efni ræðir. Á þessum tíma getum við að minnsta kosti útilokað að það sé eitrað eða banvænt,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert