Milljón vill frelsa dapra ísbjörninn

Pizza á gangi inni í verslunarmiðstöðinni.
Pizza á gangi inni í verslunarmiðstöðinni. AFP

Ein milljón undirskrifta hefur safnast í alþjóðlegri herferð til að frelsa dapra ísbjörninn sem hefst við í Grandview Mall Ocean World í Guangzhou í Kína. Nýtt myndband af ísbirninum hefur vakið mikla reiði.

Frétt mbl.is: Dapra ísbirninum boðið að flytja til Englands

Björninn, sem heitir Pizza, er ein af 500 dýrategundum sem eru í dýragarði í verslunarmiðstöðinni og hafa aðgerðarsinnar barist fyrir því að dýrin fái annað og betra heimili og að dýragarðinum verði lokað.

AFP

Alls hafa 50 dýraverndunarsamtök í Kína skrifað bréf sem voru send til ríkisstjóra héraðsins Guangdong og til yfirmanna verslunarmiðstöðvarinnar. Þar var þess krafist að dýragarðinum yrði lokað vegna þess að hann sé ólöglegur.

Frétt mbl.is: Vilja loka „dapurlegasta dýragarðinum“

Á meðal dýra sem eru þar inni eru heimskautarefur, úlfur og rostungur. Þau eru geymd í „litlum herbergjum með engum gluggum og án tengsla við náttúruna“, samkvæmt bréfinu sem ríkisstjórinn Zhu Xiaodan fékk sent. Þar kemur fram að óttast sé um andlega og líkamlega heilsu dýranna.

Samtals safnaðist ein milljón undirskrifta í tveimur undirskriftasöfnunum og voru þær einnig sendar til Xiaodan.

AFP

Í myndbandi sem samtökin Human Society International sendu frá sér í vikunni æðir Pizza um í búrinu sínu og hristir hausinn á meðan gestir verslunarmiðstöðvarinnar taka ljósmyndir á farsímana sína.

Þykir hegðun hans gefa til kynna að honum líði afar illa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert