Skákmeistari hrapar til bana

Yuri Eliseev var meðal efnilegustu skákmanna heims.
Yuri Eliseev var meðal efnilegustu skákmanna heims.

Efnilegur ungur stórmeistari í skák, Yurí Elíseev, féll til bana er hann freistaði þess að komast milli tveggja svala á íbúðablokk í Moskvu. 

Að sögn lögreglu var Elíssev áhugamaður um svonefndar parkour-íþróttir, jaðaríþrótt þar sem við sögu koma klifur, stallastökk og afbrigði af fimleikum.  Féll hann til bana af svölum á tólftu hæð blokkarinnar sem hann bjó í seint í gærkvöldi, laugardag.

Eliseev var aðeins tvítugur. Hann varð heimsmeistari 16 ára og yngri í skák árið 2012 og vann stórmeistaratitil aðeins 17 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert