Holland og Belgía skiptast á eyjum

Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu.
Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu. AFP

Holland og Belgía hafa ákveðið að skiptast á eyjum í Meuse-ánni en samningur þess efnis var undirritaður í gær samkvæmt frásögn fréttavefjarins Dutch News.

Viðræður um málið hafa staðið yfir frá árinu 1961 en samkomulagið felur í sér að Belgía veitir Hollandi yfirráð yfir eyju í ánni við landamæri landanna en fær í staðinn hluta af annarri eyju. Breytingin felur í sér að Hollandi stækkar um sem nemur 0,1 ferkílómetra.

Haft er eftir Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu, á fréttavefnum Euobserver.com að samkomulagið sé sönnun þess að hægt sé að gera breytingar á landamærum ríkja á friðsamlegan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert