Fékk hjartaáfall rétt fyrir flugtak

AFP

Flugstjóri farþegaþotu hollenska flugfélagsins KLM fékk hjartaáfall í stjórnklefa vélarinnar skömmu áður en vélin átti að hefja sig til flugs á flugvellinum í Glasgow í Skotlandi.

Flugstjórinn fann fyrir vanlíðan skömmu áður en vélin átti að fljúga til Amsterdam í Hollandi. 

Áhöfn vélarinnar hóf lífgunaraðgerðir með aðstoð farþega. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Fram kemur í frétt á vef BBC að líðan flugmannsins sé stöðug.

Aðstoðarflugstjórinn stýrði farþegaþotunni til baka að hliðinu í kjölfar atviksins. Alls voru 128 um borð í vélinni. Ferðinni var aflýst og voru farþegarnir færðir í aðrar vélar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert