Snjókoma á Hawaii

Íslendingar eru öllu vanari að hafa allt í snjó í …
Íslendingar eru öllu vanari að hafa allt í snjó í desember fremur en íbúar Hawaii. Ljósmyndin er tekin í Reykjavík í fyrra en eins og flestir vita er annað uppi á teningnum um þessar mundir. mbl.is/Eggert

Veðurfræðingar hafa sent frá sér viðvörun vegna óvenjumikillar snjókomu á Hawaii-eyjaklasanum en víða hefur jafnfallinn snjór mælst um 90 cm undanfarna daga. 

Þó að flestir tengi Hawaii-eyjarnar, sem eru á Kyrrahafi, við sól og sand, þá segja veðurfræðingar að það sé ekki óvenjulegt að snjór geti fallið þar. Það er hins vegar sjaldgæft að svo mikill snjór falli á láglendi. Þetta kemur fram á vef BBC.

Ofankoman hefur verið mest í kringum tvo hæstu tindi Hawaii, þ.e. Mauna Kea og Mauna Loa sem eru yfir 4.200 metrar á hæð. Búist er við meiri ofankomu í dag.

Fram hefur komið í bandarískum fjölmiðlum að sums staðar hafi fallið skyndiflóð á eyjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert