Key segir óvænt af sér

John Key.
John Key. AFP

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, John Key, sagði óvænt af sér í dag en hann hefur gegnt starfinu í átta ár. Key segir fjölskyldumál ástæðuna fyrir afsögninni.

Key segir að þetta sé erfiðasta ákvörðun sem hann hafi þurft að taka og hann viti ekki hvað hann geri í kjölfar afsagnarinnar.

Að sögn Key, sem hefur verið mjög vinsæll í embætti, er þetta persónuleg ákvörðun og hafnar orðrómi um að eiginkona hans til 32 ára, Bronagh, hafi sett honum úrslitakosti. Hann ætlar ekki að taka þátt í kosningunum árið 2017.

Samkvæmt BBC mun aðstoðarforsætisráðherrann, Bill English, væntanlega taka við embættinu þangað til þingið velur sér nýjan leiðtoga.

Bill English.
Bill English. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert