Létust allir samstundis

Hljómsveitin Viola Beach.
Hljómsveitin Viola Beach.

Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Viola Beach létust samstundis er bifreið þeirra fór út af brú í

<span>Södertälje í Suður-Svíþjóð fyrr á árinu. Þetta kom fram við réttarrannsókn á bílslysinu í gær. </span> <span><span>Þeir Jack Dakin, Kris Leon­ard, Tom­as Lowe og Ri­ver Reeves lét­ust ásamt umboðsmanni sín­um, Craig Tarry, 13. fe­brú­ar þegar bif­reið þeirra féll rúm­lega 25 metra af brú, suðvest­ur af Stokk­hólmi, er þeir voru á heimleið eftir tónleika í <span>Norrköping.</span></span></span> <a href="http://www.thelocal.se/page/view/tag/"></a>

Enn hefur ekki tekist að finna skýringu á slysinu og breskur dánardómstjóri sagði við réttarrannsóknina í Warrington í gær að hann efist um að skýringin komi nokkurn tíma í ljós.

Engin merki um eiturlyf fundust í blóði hljómsveitarmanna og aðeins örlítið magn áfengis. Hvorki áfengi né eiturlyf fundust í blóði umboðsmanns þeirra sem ók bifreiðinni þegar banaslysið varð.

Bifreiðinni var ekið á 108 km hraða þegar hún kom að brúnni en hámarkshraði þar er 100 km á klst. Eitt viðvörunarljós var bilað við brúna en tíu önnur ljós voru í lagi og blikkuðu þegar komið var að brúnni. Þegar slysið varð var bifreiðinni ekið á 70-90 km hraða. 

Dánardómstjórinn, Nicholas Rheinberg, segir að umboðsmaður hljómsveitarinnar, Craig Tarry, 32 ára, og þrír félagar í hljómsveitinni, Jack Dakin, Kris Leonard og River Reeves, sem allir voru 19 ára, hafi látist af völdum höfuðáverka. Bassaleikari sveitarinnar, Tomas Lowe, 27 ára, drukknaði aftur á móti.

„Enginn þeirra þjáðist,“ sagði Rheinberg við réttarrannsóknina í gær, segir í frétt <a href="http://www.aftonbladet.se/nojesbladet/article24060454.ab" target="_blank">Aftonbladet</a>.

<a href="/folk/frettir/2016/08/06/plata_viola_beach_beint_a_toppinn/" target="_blank">Frétt mbl.is: Plata Vioala Beach beint á toppinn</a>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert