Stór jarðskjálfti norður af Kaliforníu

Skjálftinn varð úti fyrir strönd Kaliforníuríkis.
Skjálftinn varð úti fyrir strönd Kaliforníuríkis. Skjáskot/Usgs.gov

Stór jarðskjálfti, 6,5 stig, varð undan ströndum Kaliforníu í dag samkvæmt upplýsingum bandarísku jarðvísindastofnunarinnar.

Í frétt Reuters kemur fram að upptök skjálftans voru á um tíu kílómetra dýpi, um 165 kílómetrum vestur af Ferndale í Kaliforníu.

Skjálftinn varð kl. 6.50 að morgni að staðartíma. Í frétt Los Angeles Times segir að engar fregnir hafi enn borist af skemmdum eða slysum á fólki. Engin hætta er talin á flóðbylgju af völdum skjálftans.

Svæðið undan norðurströnd Kaliforníu er þekkt jarðskjálftasvæði. Þar hafa í gegnum tíðina oft orðið stórir skjálftar sem hafa sumir hverjir sett af stað stórar flóðbylgjur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert