Sprenging í Tyrklandi

Sprengjuárásin átti sér stað á markaði í Kayseri í morgun.
Sprengjuárásin átti sér stað á markaði í Kayseri í morgun. AFP

13 tyrkneskir hermann létu lífið og fjöldi annarra slasaðist eftir að rúta var sprengd í borginni Kayseri í morgun. 

48 hermann slösuðust í árásinni, samkvæmt yfirlýsingu frá hernum en þar kom einnig fram að einhverjir óbreyttir borgarar gætu hafa slasast. 

Einungis er vika síðan að 44 voru myrtir í sprengjuárásum fyrir utan heimavöll knattspyrnuliðsins Besiktas í Istanbul. Klofn­ings­hóp­ur úr Verka­manna­flokki Kúr­d­ist­an (PKK), Frels­is­fálk­ar Kúr­d­ist­an (TAK), bar ábyrgð á til­ræðunum.

Starfandi forsætisráðherra, Veysi Kaynyak, sagði að það væri margt óþægilega líkt með árásunum í dag og þeim sem voru fyrir viku síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert