Lögreglumaður á frívakt skotmaðurinn

Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, er látinn eftir skotárás á listasafni í Ankara, höfuðborg Tyrklands, fyrr í dag. Skotmaðurinn er sagður vera lögreglumaður sem var á frívakt, en hann skaut á Karlov þegar hann hélt ræðu á listasafninu. Í kjölfarið öskraði byssumaðurinn að ekki mætti gleyma Sýrlandi og Aleppo-borg.

Frétt mbl.is: Sendiherra Rússlands skotinn í Tyrklandi

Í frétt BBC segir að utanríkisráðuneyti Rússlands hafi staðfest að Karlov hafi látist í árásinni, en hann var fluttur á sjúkrahús beint eftir árásina. Byssumaðurinn var skotinn til bana af lögreglu eftir árásina.

Haft er eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, að hryðjuverk verði ekki liðin. Rússland muni berjast gegn slíku staðfastlega.

Andrei Karlov liggur á gólfi listasafnsins eftir árásina. Byssumaðurinn heldur …
Andrei Karlov liggur á gólfi listasafnsins eftir árásina. Byssumaðurinn heldur á skammbyssu. AFP

Nokkrir aðrir voru særðir í árásinni, en allt í allt skaut byssumaðurinn átta skotum. Samkvæmt myndskeiði sem sýnir árásina virðist byssumaðurinn með árásinni vera að mótmæla aðkomu Rússlands í málefnum Sýrlands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert