Alibaba aftur á svarta listann

Starfsmenn Alibaba undirbúa flutning pantaðra vara til Vesturlanda.
Starfsmenn Alibaba undirbúa flutning pantaðra vara til Vesturlanda. AFP

Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að láta kínverska vefverslunarrisann Alibaba aftur á lista yfir „illræmda markaði“, sem þekktir séu fyrir að selja falsaðar vörur og brjóta á höfundarétti listamanna og hönnuða.

Alibaba rekur meðal annars vefsíðuna AliExpress, sem er mörgum Íslendingum kunn.

Stofnunin USTR, sem er málsvari bandarísks verslunarreksturs, fjarlægði Alibaba af árlegum lista sínum fyrir um fjórum árum. Nú er ein deild fyrirtækisins aftur á listanum, en Taobao nefnist hún.

„Taobao.com er mikilvægt áhyggjuefni, bæði vegna þess mikla magns falsaðra vara sem þar er á boðstólum og líka vegna þeirra hindrana sem rétthafar mæta þegar þeir reyna að koma í veg fyrir að vefverslunin selji eftirlíkingar af hönnun þeirra,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert