Fundu 3.800 ára gamlar kartöflur

Kartöflurnar sem fundust í Kanada voru í ætt við þessar …
Kartöflurnar sem fundust í Kanada voru í ætt við þessar rauðu kartöflur. mbl.is/Eggert

Um 3.800 gamall kartöflugarður fannst í Kanada. Þetta er fyrsta vísbendingin um að veiðimenn og safnarar sem tilheyrðu Katzie-ættbálknum hafi stundað garðyrkju. Þetta kemur fram í fornleifafræðirannsókn sem birtist í desemberhefti tímaritsins Science Advances, AFP greinir frá. 

Kartöflurnar voru ræktaðar á votlendi og kartöflugarðinn var afmarkaður með grjóti. Um 150 áhöld úr viði fundust einnig sem voru líklega notuð til að yrkja jörðina. 

Í jörðinni fundust alls 3.768 kartöfluhnýði af Wapato-tegundinni, sem einnig hafa verið nefndar indíána-kartöflur. „Leifarnar sem fundust voru ýmist svartar eða dökkbrúnar að lit og þó að í mörgum tilfellum hafi einungis ytri skelin eða hýðið varðveist mátti finna innan í nokkrum þeirra mjölvaríkt efni," segir í rannsókninni.

Fornleifafræðingurinn Tanja Hoffman fór fyrir rannsókninni sem var gerð við Simon Fraser háskólan í Kanada.  

Sjá frekar umfjöllun á vefmiðlunum livescience.com og thenews.com 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert