17 létust í sjálfsvígsárás

AFP

Að minnsta kosti 17 létust og 39 særðust í sjálfsvígsárás í Bagdad í Írak í morgun. Um bílsprengju var að ræða, segir í fyrstu fréttum af árásinni.

Mörg fórnarlambanna voru daglaunamenn sem biðu þess að fá einhverja vinnu í Sadr-hverfinu. Flestir íbúar hverfisins eru sjítar og er talið að Ríki íslams standi á bak við tilræðið. 

28 létust í sjálfsvígsárásum sem gerðar voru af liðsmönnum Ríkis íslams á markaði í borginni á föstudag.

Þær árásir voru gerðar á Al Sinak hverfinu í miðborg Bagdad þegar fjölmargir voru á markaðnum að versla inn. 54 særðust í árásunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert