Netanyahu vill náða hermanninn

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallar eftir því að hermaður, sem fundinn var sekur um manndráp í dag fyrir að drepa særðan Palestínumann sem lá hreyfingarlaus á jörðinni, verði náðaður.

Hermaður­inn, Elor Az­aria, sem þá var 19 ára, skaut Abd­ul Fatah al-Sharif, 21 árs, í höfuðið eft­ir að Sharif hafði verið af­vopnaður. Áður hafði Sharif stungið ann­an ísra­elsk­an her­mann í Hebron á Vest­ur­bakk­an­um.

Brosandi og fullur sjálfsöryggis

Dóms­málið hef­ur vakið gríðarlega eft­ir­tekt í Ísra­el og í raun skipt fólki í tvær fylk­ing­ar. Rétt­ar­höld­in hóf­ust fyr­ir her­rétti í maí og hafa hægri menn í ísra­elsk­um stjórn­mál­um varið hann þrátt fyr­ir að yf­ir­menn í hern­um hafi for­dæmt drápið.

Fréttastofa AFP segir Az­aria hafa verið bros­andi og full­an sjálfs­ör­ygg­is þegar hann kom inn í rétt­ar­sal­inn fyrr í dag, um­kringd­ur fjöl­skyldu og stuðnings­mönn­um. En það breytt­ist þegar leið á lest­ur dóms­for­set­ans og þegar dóm­ur­inn lá fyr­ir voru það for­eldr­ar hans sem þurftu að styðja við son sinn. 

Palestínumenn halda á spjöldum þar sem beðið er um dóm …
Palestínumenn halda á spjöldum þar sem beðið er um dóm yfir Azaria, sem er á myndinni til vinstri, en Sharif er á hægri myndinni. AFP

Myndskeiði dreift af morðinu

Málið kom fyr­ir sjón­ir al­menn­ings þegar mynd­skeiði af dráp­inu var dreift á net­inu í mars á síðasta ári. Þar sést Sharif liggj­andi í göt­unni með skotáverka ásamt öðrum eft­ir að hafa sært ísra­elsk­an her­mann lít­il­lega með hníf. Az­aria, sem var 19 ára á þess­um tíma, sést skjóta hann í höfuðið án þess að sýna nokk­ur svip­brigði.

Netanyahu kallaði eftir náðuninni á Facebook, þar sem hann sagði daginn erfiðan og sársaukafullan fyrir „okkur öll, en fyrst og fremst fyrir Elor og fjölskyldu hans, hermenn og foreldra þeirra, og mig þar á meðal.“

Frétt mbl.is: Fundinn sekur um manndráp

Við yfirgefum aldrei hermenn, segir á skiltinu sem konan heldur …
Við yfirgefum aldrei hermenn, segir á skiltinu sem konan heldur á. Málið hefur vakið mikla athygli í Ísrael. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert