Tveir ákærðir vegna árása í París

Lögregluþjónar og öryggisverðir gæta Bataclan-tónleikahússins í París í nóvember síðastliðnum …
Lögregluþjónar og öryggisverðir gæta Bataclan-tónleikahússins í París í nóvember síðastliðnum áður en tónleikar voru haldnir þar á nýjan leik eftir árásina sem þar var gerð. AFP

Belgísk yfirvöld hafa ákært tvo karlmenn sem eru grunaðir um aðild að hryðjuverkaárásunum í París í nóvember árið 2015.

Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á árásunum, þar sem 130 manns voru drepnir. 

Hinir ákærðu, Farid K. Og Meyrem E.B., „eru grunaðir um að hafa útvega Khalid El Bakraoui fölskuð skilríki sem voru notuð við undirbúning árásanna í París,“ sagði ríkissaksóknari í París.

Bakraoui var einn af þremur sjálfsmorðssprengjumönnum sem gerðu hryðjuverkaárásir á Brussel í Belgíu í mars í fyrra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert