Náðu völdum við grafhýsi Jónasar

Íraskir hermenn standa vörð við háskólann í Mósúl.
Íraskir hermenn standa vörð við háskólann í Mósúl. AFP

Íraski herinn hefur náð yfirráðum á svæði í Mosul þar sem er að finna helgustu staði borginnar. Svæðið hefur verið á valdi vígamanna Ríkis íslams frá því árið 2014.

Fáni Íraks blaktir nú á ný á Nabi Yunus-svæðinu, þar sem m.a. er að finna forn grafhýsi. Tvö önnur hverfi í borginni eru nú einnig á ný undir yfirráðum íraskra stjórnvalda.

Nabi Yunus var byggt á svæði þar sem einn spámaður Kóransins, Yunus, eða Jónas, var grafinn. Svæðið hefur lengi verið fjölsótt af pílagrímum.

Í júlí árið 2014 náði Ríki íslams völdum á svæðinu við grafhýsið og sprengdi það í loft upp. Skemmdarverkin vöktu heimsathygli.

Ríki íslams hefur eyðilagt fleiri merkileg kennileiti í Mosúl og annars staðar í Írak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert