Vanrækja ugluna úr Harry Potter

Þetta svín er slasað og haltrar um gerðið sitt. Það …
Þetta svín er slasað og haltrar um gerðið sitt. Það var notað í kvikmynd fyrir nokkru.

Nokkur af frægustu dýrum Hollywood-kvikmyndanna búa við ömurlegar aðstæður í dag. Þeirra á meðal er ugla sem hafði hlutverk í Harry Potter-myndunum.

Dýrin eru geymd hjá stofnun sem kallar sig Birds & Animals Unlimited. 

Uglan úr Harry Potter dvelur þar í dimmu herbergi sem er fullt af skít. Þar er einnig að finna mörgæs sem hafði hlutverk í kvikmyndinni Batman Returns og svín sem lék hlutverk í kvikmyndinni College Road Trip. 

Mörgæsin hefur litla laug til afnota. Vatnið í henni er hins vegar klórblandað og hún getur hvergi brýnt neglur sínar. 

Stofnunin tekur að sér munaðarlaus dýr en lætur þau svo vinna fyrir mat og skjóli. Oft þurfa dýrin að dvelja utandyra, jafnvel þegar kalt er í veðri. 

Dýrin fá litla aðhlynningu og eru oft dögum saman slösuð í búrum sínum. 

„Dýr sem notuð eru í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eru vanrækt, þau eru svöng og á þau litið eins og hverja aðra leikmuni,“ segir Lisa Lange, varformaður dýraverndunarsamtakanna PETA. 

Hér að neðan er myndband sem dýravefurinn DODO gerði um aðbúnað dýranna hjá stofnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert