Bollywood stjarna sýknuð

Bollywood-stjarnan Salman Khan reynir að komast leiðar sinnar í dómshúsinu.
Bollywood-stjarnan Salman Khan reynir að komast leiðar sinnar í dómshúsinu. AFP

Bollywood-stjarnan Salman Khan var í dag sýknaður af ákæru um að hafa notað óskráð vopn til að drepa dýr í útrýmingarhættu. Hann hefur nú verið sýknaður af þremur ákærum af fjórum. Ekki er búið að kveða upp dóm um meintan veiðiþjófnað. 

Meint brot átti sér stað árið 1998 þegar Kahn var við tökur á kvikmynd í norðurhluta Rajasthan-héraðs. Kahn, sem er 51 árs, á enn yfir höfði sér kæru fyrir veiðiþjófnað en hann er sakaður um að hafa drepið svarta antilópu sem er afar sjaldgæft dýr og í útrýmingarhættu. 

Þegar Kahn mætti við dómsuppkvaðningu þurftu yfir hundrað lögreglumenn að halda æstum aðdáendum frá. Kahn er ein af frægustu Bollywood-stjörnum landsins en hann er þekktur fyrir að leika grjótharðar persónur í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.  

„Hann var ákærður fyrir brot gegn tveimur greinum vopnalaga en hefur verið sýknaður af þeim báðum,“ sagði Hastimal Saraswat, lögfræðingur Kahn, við blaðamenn fyrir framan dómshúsið í borginni Jodhpur.

Hann var sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum. Eftir að dómurinn féll sagði ákæruvaldið að það muni fara yfir dóminn áður en næstu skref verða tekin. Ekki liggur fyrir hvenær fjórða ákæran sem lýtur að veiðiþjófnaði verður tekin fyrir. Kahn hefur sjálfur sakað skógarverði í héraðinu um að klína málinu á sig.   

Ekki sekur um að skjóta heimilslausan mann 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kahn kemst í kast við lögin. Árið 2015 var hann sýknaður af annarri ákæru. Þar var hann sakaður um að myrða heimilislausan mann, skjóta hann og stinga af á bíl.

Svört antilópa í útrýmingarhættu, svipuð þeirri sem Khan er sakaður …
Svört antilópa í útrýmingarhættu, svipuð þeirri sem Khan er sakaður um að drepa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert