Földu milljarða undir dýnunni

Milljarðar voru faldir undir rúmdýnunni.
Milljarðar voru faldir undir rúmdýnunni. Mynd/Embætti saksóknara

Lögreglan í Boston fann 20 milljónir dala, um 2,3 milljarða króna, undir rúmdýnu í húsleit vegna rannsóknar á peningaþvætti.

Embætti saksóknara í Boston birti mynd af fundinum. Peningarnir fundust í húsleit í íbúð í Westborough. 

Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn í tengslum við málið og hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti. Málið er í fréttum vestanhafs m.a. sagt tengjast fyrirtækinu TelexFree Inc., og er það grunað um pýramída-svindl svokallað. Lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins árið 2014. Einn stofnandi fyrirtækisins er talinn hafa flúið til Brasilíu og er sagður dvelja þar enn.

Annar stofnandi fyrirtækisins játaði sekt sína í október. Hann bíður dóms.

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert