ESB hefur ekki efni á að gagnrýna Trump

30 km löng gaddavírsgirðing er á landamærum Búlgaríu og Tyrklands.
30 km löng gaddavírsgirðing er á landamærum Búlgaríu og Tyrklands. AFP

Evrópusambandið hefur ekki efni á að gagnrýna forseta tilskipun Donald Trumps Bandaríkjaforseta, sem lokar landamærum Banda­ríkj­anna fyrir hælisleitendum og flóttamönnum. Þetta sagði  Angelino Alfano utanríkisráðherra Ítalíu, í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera og benti á að ríki ESB hefðu reist múra innan Evrópu.

Evrópa „hefur enginn efni á að tjá sig um ákvarðanir annarra. Eða viljum við gleyma því að við höfum líka reist veggi í Evrópu,“ sagði Alfano.

Þegar flóttamannastraumurinn til Evrópu var sem mestur haustið 2015, lokuðu Balkanríkin landamærum sínum og stjórnvöld í Ungverjalandi létu setja upp girðingar til að stöðva fólksstrauminn.

Alfano, sem var innanríkisráðherra þar til í desember á síðasta ári, sagði ítölsk stjórnvöld hins vegar hafa tekið öðru vísi á málunum. Ítalía væri „heimsmeistari í að bjarga þeim hælisleitendum sem koma yfir Miðjarðarhafið og býður þá velkomna, sem sýnir að öryggi og samheldni geta farið saman,“ sagði ráðherrann.

„Okkar sýn er ólík sýn Trumps og til þessa bendir ekkert til annars en að hún sé örugg,“ sagði Alfano og bætti við að það væri ekki endilega samasemmerki milli hælisleitenda og hryðjuverka.

Trump undirritaði á föstudag forsetatilskipun sem bannar íbúum sjö múslimaríkja að koma til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði. Þá munu Bandaríkin heldur ekki taka við neinum flóttamönnum næstu 120 daga og hefur tilskipun forsetans vakið mótmæli og gagnrýni víða um heim.

Angelino Alfano segir Ítali vera „heimsmeistara
Angelino Alfano segir Ítali vera „heimsmeistara" í að bjarga þeim hælisleitendum sem koma yfir Miðjarðarhafið. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert