Jafngildi „stríðsyfirlýsingu“

Ný landnámsbyggð í byggingu á Vesturbakkanum.
Ný landnámsbyggð í byggingu á Vesturbakkanum. AFP

Ísraelska þingið hefur frestað atkvæðagreiðslu um lög sem myndu heimila ísraelska ríkinu að taka til sín hundruð hektara palestínsks landsvæðis á Vesturbakkanum. Umræður eru hafnar um frumvarpið en atkvæðagreiðslan mun fara fram í næstu viku.

Frumvarpið er hugarfóstur þeirra sem eru fylgjandi landnemabyggðum Ísraelsmanna á hinum hernumda Vesturbakka og gerir 4.000 heimili á svæðinu lögmæt aftur í tímann.

Um er að ræða 800 hektara lands en palestínskum eigendum þess verða greiddar bætur eða gefið land annars staðar.

Ef lögin verða samþykkt verður þetta í fyrsta sinn sem Ísraelar beita eigin löggjöf á svæðum sem þeir viðurkenna að sé í eigu Palestínumanna.

Frumvarpið nýtur stuðnings ísraelskra stjórnvalda en hefur mætt andstöðu alþjóðasamfélagsins og þeirra sem styðja sjálfstæða Palestínu.

Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) hafa kallað löggjöfina „stríðsyfirlýsingu.“

Ísraelski stjórnarandstöðuleiðtoginn Isaac Herzog segir lögin skapa ógn gegn Ísrael og mögulega jafngilda innlimun ákveðinna svæða Vesturbakkans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert