Fillon biðst afsökunar á að ráða eiginkonuna

Francois Fillon, forsetaframbjóðandi franska Repúblikanaflokksins, baðst í dag afsökunar á þeim mistökum að ráða eiginkonu sína sem aðstoðarmann sinn á franska þinginu. Fillon neitaði því hins vegar alfarið að kona hans hefði fengið greitt fyrir óunnið starf.

„Ég bið íbúa Frakklands afsökunar,“ sagði Fillon á blaðamannafundi. Hann játaði að um „mistök“ hefði verið að ræða, sem hann iðraðist „innilega“.

Fylgið hrundi af Fillon eft­ir að í ljós kom að eig­in­kona hans, Penelope, fékk greidd­ar 800 þúsund evr­ur í laun á tíma­bil­inu 1998 til 2007 sem aðstoðarmaður hans í franska þing­inu.

Fillon sakaði fjölmiðla þá um að reyna að eyðileggja pólitískan feril sinn og að laun konu sinnar hefðu verið sanngjörn. Þá kvaðst hann ekki ætla að hætta við forsetaframboð sitt.

Hann hafnaði enn fremur alfarið ásökunum um að Penelope hefði ekki sinnt í raun þeim störfum sem hún fékk greitt fyrir. „Enginn hefur rétt á að dæma hvað felst í störfum aðstoðarmanns, nema þingmaðurinn sjálfur,“ sagði Fillon.

Fillon sagði konu sína hafa aðstoðað sig stanslaust við vinnu hans fyrir kjósendur og að meðaltekjur hennar, sem námu 3.700 evrum á mánuði eftir skatt, hefði verið sanngjörn þóknun fyrir konu sem hefði 15 ára reynslu af lögfræðistörfum.

Francois Fillon, forsetaframbjóðandi franska Repúblikanaflokksins, ætlar ekki að hætta við ...
Francois Fillon, forsetaframbjóðandi franska Repúblikanaflokksins, ætlar ekki að hætta við framboð sitt. Hann iðrast þó innilega þeirra mistaka að hafa ráðið konu sína sem aðstoðarmann sinn. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...