43 létust í Jemen

Frá Jemen.
Frá Jemen. AFP

Alls hafa um 43 látist í sjálfsmorðsárásum og átökum milli uppreisnarmanna og stjórnarliða í Jemen í dag.

Átta létust við herstöð í Sansibar í Jemen þegar vélhjól sprakk í loft upp í sjálfsmorðsárás. Árásarmaðurinn hóf skotárás þegar hann komst ekki í gegnum hliðið inn búðir herstöðvarinnar. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst ódæðinu á hendur sér en samkvæmt sérfræðingum í hernum ber árásin merki hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda. 

Borgarastríð hefur staðið yfir í landinu í tvö ár milli stjórnarherliða og uppreisnarmanna Húta sem hafa borginni Sanaa á valdi sínu. Jíhadistar hafa nýtt sér þessar óeirðir og gert árásir.

Norðar í landinum létust 26 í átökum milli uppreisnarmanna Húta og ættbálkar í Walad-Rabi héraði þegar uppreisnarmenn reyndu að ná yfirráðum á svæðinu.  

Níu til viðbótar létu lífið en þeir voru uppreisnarmenn Húta. Menn úr röðum ættbálks á Sawarma svæðinu sátu fyrir þeim. 

Sam­einuðu þjóðirn­ar telja að meira en 7.400 manns, þeirra á meðal 1.400 börn, hafi fallið í átök­um víðs veg­ar um landið síðustu tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert