Bitinn af einni hættulegustu könguló heims

Könguló af sömu tegund og beit drenginn.
Könguló af sömu tegund og beit drenginn. AFP

Tíu ára ástralskur drengur slapp naumlega eftir að hafa bitinn af  einni af hættulegust köngulóm heim. Dælt var í drenginn mótefnum og bjargaði það lífi hans, samkvæmt fréttum ástralskra fjölmiðla. Alls voru skammtarnir tólf talsins og hefur mótefnið aldrei verið gefið í svo miklu mæli fyrr.

Matthew Mitchell var að hjálpa föður sínum við að hreinsa út úr kofa við heimili þeirra norður af Sydney þegar hann var bitinn í fingurinn af könguló sem var á skó hans. Hann segir í viðtali við Daily Telegraph í dag að hún hafi skriðið eftir honum og hann hafi ekki náð henni hjáparlaus af sér. Fjölskylda hans brást strax við og notaði rifildi úr blússu hans sem þrýstiplástur til þess að hægja á því að eitrið færi um blóðrás líkama hans. 

Hann fékk mikla krampa en slapp lifandi frá bitinu enda voru honum gefnir tólf skammtar af mótefni við komuna á sjúkrahúsið. Aldrei áður hefur svo miklu magni af mótefni verið dælt í nokkurn í Ástralíu fyrr. Eitur köngulóarinnar ræðst á taugakerfið og endar baráttan yfirleitt með dauða fórnarlambsins. 

Köngulóin sem um ræðir er númer sex á listanum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert