Lést þegar hann hlóð símann í baði

Maðurinn lét lífið þegar hann hlóð símann sinn í baði.
Maðurinn lét lífið þegar hann hlóð símann sinn í baði. AFP

Breskur karlmaður lést þegar hann var að hlaða iPhone-símann sinn í baði. Hann lést þegar hleðslutækið að símanum snerti baðvatnið.

Dánarstjóri mat það svo að dauði Richard Bull hefði verið slys og ætlar að senda skýrslu til Apple þar sem rætt verður um fyrirbyggjandi aðgerðir til að þetta komi ekki fyrir aftur.

Fyrirtæki hafa varað fólk við því að hlaða raftæki nálægt vatni í kjölfarið á rannsókn vegna málsins.

Talið er að Bull hafi stungið hleðslutækinu í samband við framlengingarsnúru og lagt það á bringuna á sér á meðan hann notaði símann.

Hann fékk stór brunasár á bringu og hendur þegar hleðslutækið komst í snertingu við vatnið og lét lífið en atvikið átti sér stað 11. desember síðastliðinn.

Apple hefur ekki tjáð sig um atvikið.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert