Bara að grínast segir fangavörðurinn

Don Dale-unglingafangelsið á Northern Terratory í Ástralíu. Fangelsið er í ...
Don Dale-unglingafangelsið á Northern Terratory í Ástralíu. Fangelsið er í Berrimah, austur af Darwin. Wikipedia/Bidgee

Fyrrverandi fangavörður í ástralska unglingafangelsinu Don Dale viðurkennir að hann hafi skorað á unglinga að éta skít og að hafa tekið upp myndskeið af ungum fanga að pissa. Hann segist hafa verið að grínast þegar bað ungan fanga um að hafa við sig munnmök.

Þetta kom fram í vitnisburði Conan Zamolo, sem var fangavörður við Don Dale-unglingafangelsið á sínum tíma, fyrir nefnd sem skipuð var til þess að rannsaka aðbúnað í fangelsinu. Zamolo kom fyrir nefndina í dag.

Nefnd­in, Royal Comm­issi­on into the Protecti­on and Detenti­on of Children in the Nort­hern Ter­ritory, hóf störf í fyrrasum­ar eft­ir um­fjöll­un um meðferð fanga í Don Dale-ung­lingafang­els­inu 2014 og 2015.

Ég er ekki níðingur

Conan Zamolo hafnar ásökunum þriggja fanga um að hann hafi tekið upp myndskeið á síma sinn af ungum fanga sem var að fróa sér í sturtu. Þeir héldu því fram að þeir hafi séð mynd af nöktum drengnum í síma Zamolo en hann segir að hann hafi aðeins verið að þykjast vera með myndir af drengnum í síma sínum. „Ég tók aldrei upp börn í sturtu. Ég hef kannski þóst [...] Ég er ekki níðingur,“ sagði Zamolo við nefndina í dag.

Lögregla rannsakaði ásakanir á hendur Zamolo á sínum tíma en hann var ekki ákærður. Hann var hins vegar ákærður fyrir vörslu stera sem fundust á heimili hans við húsleit. 

Zamolo segir að hann hafi aðeins verið að grínast þegar hann skoraði á barnið að éta skít og birti myndina á Snapchat árið 2014.

„Þetta voru bara krakkar að grínast. Eitthvað til þess að láta daginn líða,“ sagði Zamolo fyrir nefndinni í dag. „Ég sé ekkert óeðlilegt við það,“ bætti hann við samkvæmt frásögn Guardian.

Annað myndbrot sem vörðurinn tók upp seint um kvöld sýnir dreng fela sig undir teppi í klefa sínum þegar Zamolo kallar og biður hann um munnmök. 

„Ég ætlaði nú bara að bjóða góða nótt þar sem ég var að ljúka vaktinni,“ segir Zamolo þegar hann er spurður út í atvikið. „Ég vissi að þeir tækju þessu sem gríni, eða réttara sagt ég gerði ráð fyrir að þeir tækju þessu sem gríni.“

„Oj, hvað ertu að gera litli hommi“

Á myndskeiði sem sýnt var fyrir nefndinni í dag sem Zamolo tók einnig upp sést vandræðalegur drengur pissa á klósetti seint um kvöld. Í myndskeiðinu heyrist vörðurinn segja: „Oj, hvað ertu að gera litli hommi.“

Samkvæmt frétt Guardian á Zamolo að hafa lýst því fyrir nefndarmönnum í dag hvernig kven-fangavörður sparkaði í kvið 13 ára fanga og kallað fangann helvítis hóru. Annar fangavörður hafi síðan sagt við annan fanga að hann væri „heimsk svört tussa“ fyrir að eyða of löngum tíma á klósettinu.

Líkt og fjallað hefur verið um á mbl.is var aðbúnaður ungra fanga skelfilegur í Ástralíu og hefur meðal annars Amnesty International fjallað um málið. 

Í heim­ild­ar­mynd, sem m.a. byggðist á upp­tök­um úr eft­ir­lits­mynda­vél­um frá mörg­um ung­linga­heim­il­um í Ástr­al­íu, mátti sjá fanga með hvíta hettu á höfði og með hlekki um háls­inn. Hann var einnig bund­inn á hönd­um við stól. Hann var sautján ára er mynd­bandið var tekið upp árið 2015.

Umfjöllun Guardian

Frétt mbl.is: Sveltur og synjað um klósettferð

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskipt
Dökkblár Citroen C4 til sölu Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Á...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...