Skar dóttur sína á háls

Heiðursmorð eru algeng í Indlandi.
Heiðursmorð eru algeng í Indlandi. AFP

Lögreglan í Indlandi handtók í dag mann sem er sakaður um að hafa myrt dóttur sína en morðið var heiðursmorð. Dóttir mannsins hafði verið byrjuð að slá sér upp með pilti sem manninum leist illa á.

Faðirinn skar 15 ára gamla dóttur sína á háls og skildi líkið eftir við tröppurnar á húsi kærasta hennar. „Við höfum handtekið manninn vegna morðsins,“ sagði lögreglumaðurinn Shivraj Singh við AFP-fréttastofuna vegna málsins.

Móðir stúlkunnar gómaði strákinn heima hjá henni í gær og kallaði hún eftir aðstoð lögreglu. Faðirinn frétti af atvikinu þegar hann kom heim og réðst að dóttur sinni með kjöthníf áður en hann fór með líkið að heimili kærastans.

Fjölskyldur beggja, stráksins og stelpunnar, höfðu lýst sig andsnúin sambandi þeirra.

Erfðastétta­skipu­lagið er rót­fast í mörg­um hlut­um Ind­lands og gegn­sýr­ir dag­legt líf, ekki síst á af­skekkt­um svæðum og til sveita. Hjóna­vígsl­ur, mennt­un, at­vinna og land­ar­eign stjórn­ast af því, jafn­vel þótt mis­mun­un á grund­velli erfðastétta sé bönnuð með lög­um í Indlandi.

Þá hafa svo­nefnd „heiðurs­morð“ verið al­geng um ald­ir í Indlandi, þar sem ungt fólk er vegið vegna and­stöðu fjöl­skyldna þeirra, ætt­bálka eða sam­fé­lög við sam­drátt þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert