Ók inn í ráðhúsið og lést

Ráðhúsið í Stokkhólmi.
Ráðhúsið í Stokkhólmi. Wikipedia/Andreas Trepte

Ökumaður bifreiðar lést er hann ók bifreiðinni inn í ráðhúsið í Stokkhólmi rúmlega tvö í nótt. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en skömmu áður hafði lögreglan gefið honum merki um að stoppa.

Í frétt Dagens Nyheter kemur fram að ekki hafi verið upplýst hver maðurinn er en hann verið úrskurðaður látinn á staðnum. Lögreglumenn í eftirlitsferð gáfu ökumanninum merki um að stöðva bílinn vestar á eyjunni sem ráðhúsið stendur á, Kungsholmen, en hann virti beiðni þeirra að vettugi og hvarf sjónum. Þegar lögreglumennirnir komu að ráðhúsinu sáu þeir bílinn í ljósum logum, segir Tove Hägg, talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmi.

Hägg segist ekki vita hvers vegna lögreglan hafi beðið ökumanninn að stansa en telur að jafnvel hafi verið um hefðbundið eftirlit að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert