Segja leikvöll kosninganna ójafnan

Bylting fólksins er fyrirsögnin á forsíðu tyrkneska dagblaðsins Sabah. Stjórnarskrárbreyting …
Bylting fólksins er fyrirsögnin á forsíðu tyrkneska dagblaðsins Sabah. Stjórnarskrárbreyting Erdogans fékkst samþykkt með naumum meirihluta. AFP

Kosningabaráttan fyrir breytingum á stjórnarskrá Tyrklands var háð á „ójöfnum leikvelli“ og atkvæðatalningin var lituð af breytingum sem gerðar voru of seint. Þetta er mat Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE) sem fylgdist með kosningunum í landinu í gær.

„Þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram á ójöfnum leikvelli og andstæðar fylkingar höfðu ekki sömu tækifæri,“ sagði Cezar Florin Preda, sem fór fyrir eftirlitsmönnum OSCE og  þingnefnd framkvæmdaráðs Evrópusambandsins.

„Mikilvægar öryggisráðstafanir voru fjarlægðar með þeim breytingum sem gerðar voru seint á talningu atkvæða,“ sagði Preda. Tyrknesk yfirvöld tilkynntu eftir að kosning var hafin að atkvæði sem skorti stimpil yfirvalda teldust einnig gild.

Stjórnarskrárbreytingin var samþykkt með naumum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslunni, eða með 51,4% atkvæða gegn 48,6%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert