Þrír létust í Venesúela

Að minnsta kosti þrír létu lífið í miklum mótmælum sem brutust út í Venesúela í gær, en fjölmenni kom saman til að mótmæla ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta landsins. 

Fram kemur á vef BBC, að unglingur hafi verið skotinn til bana í höfuðborginni Caracas. Kona var skotin til bana í San Cristobal, sem er skammt frá landamærunum að Kólumbíu. Þá lést þjóðvarðliði suður af höfuðborginni.

Tugþúsundir söfnuðust saman til að krefjast forsetakosninga og að yfirvöld sleppi stjórnarandstæðingum úr fangelsi. Maduro hefur sakað stjórnarandstöðuna um að ráðast á lögregluna. 

Hann sakar hana enn fremur um að ræna úr verslunum og segir að yfir 30 hafi verið handteknir.

Á sama tíma héldu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar annan fjöldafund í höfuðborginni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert