Gefa börn Róma-kvenna

Konur sem tilheyra Roma-fólki eru fluttar til Grikklands þar sem …
Konur sem tilheyra Roma-fólki eru fluttar til Grikklands þar sem þær eignast börn sem þær eru svo látnar gefa frá sér. AFP

Tveir búlgarskir karlmenn voru dæmdir í tíu ára fangelsi í dag og kona í sex ára fangelsi fyrir að smygla tveimur óléttum konum til Grikklands og láta þær selja börn sín þar.

Glæpir sem þessir hafa verið töluvert algengir og er dómurinn sem kveðinn var upp í dag einn sá þyngsti sem hefur fallið. 

Það sem glæpamennirnir gera er að finna fátækar og óléttar konur, sem oft tilheyra samfélagi Róma-fólks, og flytja þær til Grikklands þar sem þær eru látnar fæða börn sín og gefa pörum þar í landi. Í Grikklandi er fólk tilbúið að borga 15 þúsund evrur, um 1,8 milljónir króna, fyrir sveinbarn. 

Allar greiðslur sem þessar eru ólöglegar en grískt réttarkerfi hefur ekki tekið á vandanum þar sem leyfilegt er að gefa barnið án greiðslu. Mæðurnar fá hins vegar aðeins brot af greiðslunum fyrir börn sín. Stærstur hluti fer í vasa smyglaranna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert