Hersveitir sendar á vettvang

Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AFP

Stjórnvöld í Venesúela ætla að senda hersveitir á svæði í vesturhluta landsins þar sem mikið hefur verið um gripdeildir og árásir á meðan á mótmælum gegn ríkisstjórn landsins hefur staðið.

„Ég hef fyrirskipað flutning tvö þúsund hermanna og 600 sérsveitarmanna,“ til Tachira sem er við kólumbísku landamærin, sagði Vladimir Padrino Lopez, varnarmálaráðherra Venesúela.

Uppþot hafa verið tíð í Venesúela undanfarnar sex vikur vegna þess hvernig forsetinn Nicolas Maduro hefur tekið á efnahags- og stjórnmálavanda þjóðarinnar.

Að sögn yfirvalda var brotist inn í tuttugu fyrirtæki í Tachira, auk þess sem kveikt var í tveimur lögreglustöðvum. Eldsprengjum var einnig varpað á herstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert