Bíl ekið á vegfarendur í New York

Bíllinn endaði för sína við staur og hér sjást lögreglumenn …
Bíllinn endaði för sína við staur og hér sjást lögreglumenn á vettvangi. AFP

Bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda á Times Square í New York í dag með þeim afleiðingum að í það minnsta einn lést og nokkrir særðust.

Bílstjórinn er í varðhaldi og búið er að girða svæðið af, samkvæmt lögreglunni í New York. Vitni sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að gert væri að sárum 13 einstaklinga á svæðinu.

Bifreiðin fór upp á gangstétt, á þessum vinsælasta ferðamannastað, með áðurgreindum afleiðingum.

Frá Times Square, þar sem fólk hlúir að slösuðum.
Frá Times Square, þar sem fólk hlúir að slösuðum. AFP

Lögregla telur að bílstjórinn hafi misst stjórn á bifreiðinn og áreksturinn hafi því verið slys. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Samkvæmt New York Times bendir allt til þess að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og hefur hann tvisvar áður verið stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum.

AFP

Abdel Dosokey var að vinna í kebab-vagni rétt hjá þar sem maðurinn keyrði upp á stéttina. „Ég sá þegar bíllinn fór upp á stétt og keyrði á fullt af fólki,“ sagði Dosokey við blaðamann Guardian.

Hann kvaðst ekki vera viss um hversu margir hefðu slasast. „Ég sá lögreglumenn koma á svæðið um það bil tveimur mínútum síðar.“

AFP

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert