Basquiat-málverk selt á metverði

Verkið seldist á metverði í uppboðshúsinu Sothesby's í gær.
Verkið seldist á metverði í uppboðshúsinu Sothesby's í gær. AFP

Ónefnt málverk bandaríska listamannsins Jean-Michel Basquiat seldist á metverði á uppboði í New York í gær. Verkið seldist á 110,5 milljón dollara eða jafnvirði um 11 milljarða íslenskra króna. Fjallað er um málið á fréttavef BBC í dag. 

Verkið hefur slegið ýmis met, meðal annars telst það vera dýrasta verk sem hefur verið selt eftir bandarískan listamann. Auk þess slær verkið met sem dýrasta selda verkið eftir svartan listamann til þessa. Það er einnig fyrsta verkið sem hefur verið málað eftir níunda áratuginn sem selst á yfir 100 milljónir dali.

Uppboðið var haldið í uppboðshúsinu Sothesby‘s og entist í tíu spennuþrungnar mínútur. Tveir buðu í verkið á víxl en að lokum hafði hinn japanski Yusaku Maezawa sigur. Maezawa áætlar að setja upp listasafn í heimabæ sínum Chiba og hafa þar verkið til sýnis. Hann sló einnig fyrrum metið fyrir Basquiat-verk á síðasta ári, en þá borgaði hann 57,3 milljónir dala fyrir verkið, eða um 6 milljarða íslenskra króna.

Basquiat var fæddur í New York og dó árið 1988 af völdum fíkniefna, aðeins 27 ára gamall. Hann hafði þá verið listamaður í aðeins sjö ár. Þrátt fyrir stuttan feril sinn telst hann í dag í hópi áhrifamestu listamanna sögunnar og slæst nú í hóp með listamönnum á borð við Pablo Picasso og Francis Bacon, þeirra listamanna sem selt hafa verk sín á yfir 100 milljónir dali.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...