141 féll í árás í Líbýu

Varnarmálaráðherra Líbýu, al-Mahdi Al-Barghathi (til hægri), ásamt innanríkisráðherra Ítalíu.
Varnarmálaráðherra Líbýu, al-Mahdi Al-Barghathi (til hægri), ásamt innanríkisráðherra Ítalíu. AFP

Alls fórst 141 manneskja í árás á flugstöð í suðurhluta Líbýu í gærkvöldi. Flestir þeirra sem létust voru hermenn sem eru hliðhollir Khalifa Haftar, fyrrverandi hershöfðingja.

Liðsmenn hersveitar sem er á bandi með ríkisstjórn Líbýu, sem Sameinuðu þjóðirnar styðja, réðust á flugstöð sem Haftar hefur notað undir Þjóðarher Líbýu, eins og hann kallar hann.

Á meðal fórnarlamba í árásinni voru óbreyttir borgarar sem störfuðu á flugstöðinni eða skammt frá henni.

Ríkisstjórn Líbýu segir að rannsókn muni fara fram á árásinni, því ekki hafi verið veitt leyfi fyrir henni.

Varnarmálaráðherra landsins, al-Mahdi al-Barghati, og yfirmaður hersveitarinnar sem gerði árásinna hafa verið leystir frá störfum meðan á rannsókninni stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert