Stelpur slá í gegn í tæknikeppni

Keppendur í tæknikeppninni í Senegal.
Keppendur í tæknikeppninni í Senegal. AFP

Unglingsstúlkur frá vesturhluta Afríku eru í brennidepli í tæknikeppni í Senegal því þær hafa sankað að sér verðlaunum. Keppt er í nokkrum flokkum þar sem meðal annars þarf að hanna tæki sem leysir tiltekin verkefni innan tímaramma.

Hópur af ungum stúlkum frá Senegal, Gambíu og Malí hrópuðu og kölluðu þegar þær hvöttu tækið sitt áfram í keppninni. Tækið þurfti að leysa ákveðin verkefni með því að grípa plastkeilur og koma þeim yfir rásmark. 

Stúlkur frá Senegal stóðu uppi sem sigurvegarar fyrir besta tækið sem búið er til í Afríku í aldursflokknum 11 til 15 ára. Þær hönnuðu tæki sem dældi vatni. 

„Okkar kynslóð er greinilega sú rétta,“ sagði Umu Tarawally sem er 14 ára frá Gambíu og einn af sigurvegurum í keppninni. Hún stefnir að því að verða læknir. Hún útskýrði fyrir blaðamanni AFP hvernig hægt væri að vinna eldsneyti úr jarðhnetu.  

Keppnin sem nefnist Pan-African Robotics competition (PARC) er haldin í Dakar. Hún endurspeglar áherslur stjórnvalda á tæknimenntun þjóðanna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert