Keypti allt til sprengjugerðar sjálfur

Breska lögreglan segir að Abedi hafi keypt flest allt efnið …
Breska lögreglan segir að Abedi hafi keypt flest allt efnið til sprengjugerðarinnar sjálfur.

Salman Abedi sem varð 22 að bana með sjálfs­vígs­sprengju á tón­leik­um banda­rísku söng­kon­unn­ar Ariönu Grande í Manchester Ar­ena-tón­leika­höll­inni í síðustu viku, keypti sjálfur flest allt efnið til sprengjugerðarinnar að sögn lögreglunnar. BBC greinir frá.

Í mörgum sjálfsvígsárásum hafa þeir sem hafa gert hana verið einir síðustu fjóra dagana fyrir árásina, segir Russ Jackson yfirmaður hryðjuverkalögreglunnar. 

Lögreglan beinir sjónum sínum einkum að síðustu dögum og athöfnum í lífi Abedi eins og samskipum hans við fólk og símtöl hans. 

Lögreglan hefur birt myndir af Abedi þar sem hann ferðast með bláa ferðatösku. Biður lög­regla þá sem kunna að hafa séð Abedi, eða ein­hvern sem gæti verið hann, á ferð með tösk­una dag­ana 18-22 maí að hafa sam­band. Hún ítrekar að hún hafi enga ástæðu til að telja að task­an og inni­hald henn­ar inni­haldi eitt­hvað hættu­legt.

Þrír menn sem voru handteknir í tengslum við árásina voru leystir úr haldi lögreglunnar án ákæru á þriðjudaginn. Enn eru 11 manns í haldi lögreglunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert