Þrítugur maður handtekinn í London

Lögreglan að störfum í Ilford í austurhluta London.
Lögreglan að störfum í Ilford í austurhluta London. AFP

Breska lögreglan hefur handtekið þrítugan karlmann í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í London um síðustu helgi þegar sjö manns létust og 48 særðust.

Maðurinn var handtekinn í úthverfinu Ilford í austurhluta London, skammt frá Barking þar sem tveir árásarmannanna bjuggu.

Tveir menn eru núna í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar en tólf manns sem höfðu áður verið handteknir hefur verið sleppt úr haldi.

Ríki íslams segist bera ábyrgð á árásunum.

Stutt er síðan sjálfsmorðsárás var gerð í Mancester Arena-höllinni í Mancester þar sem 22 fórust.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert